Dröfn og Hörgult

2.450 kr.

Höfundur: Baldur Óskarsson

105 bls., mjúk spjöld með innábroti

Útgáfuár: 2014

Flokkur: , Útgáfuform:

Efni

Dröfn og Hörgult er síðasta frumsamda ljóðabók Baldurs Óskarssonar, sú fimmtánda í röðinni. Ritferill Baldurs spannar rúmlega hálfa öld. Smásagnasafnið Hitabylgja var fyrsta verk hans, kom út 1960. Fyrsta ljóðabók hans, Svefneyjar, kom út 1966.

Líkt og í fyrri bókum sínum leikur Baldur sér að orðum, gjarnan með mistorræðum undirtexta. Hann vísar stundum í framandi hugmyndaheima, forn menningarsvið um víða veröld, ekki síst gríska og norræna goðafræði, en er oft og iðulega léttur og gáskafullur. Í þessari bók glittir meira í rím en í öðrum bókum skáldsins.

Úlfhildur Dagsdóttir skrifar hér um Dröfn og Hörgult.

 

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,210 kg
Brot 13,5 × 21 cm
Kápuhönnun

Áslaug Arna Stefánsdóttir

Mynd á kápu

Kolka Magnúsdóttir málaði, þá sjö ára

Umbrot

Gísli Már Gíslason

Prentun

Leturprent