Örlagaborgin

2.710 kr.

– Brotabrot úr afrekasögu frjálshyggjunnar – FYRRI HLUTI

Höfundur: Einar Már Jónsson

545 bls., kilja

Útgáfuár: 2012

4. prentun janúar 2013

Rafbók (2015)

Uppseld

Flokkar: Útgáfuform:

Efni

Þegar menn tóku að velta fyrir sér atburðum síðustu ára, aðdraganda hrunsins, aðgerðum eða aðgerðaleysi einstakra manna var eins og aðalatriðið gleymdist – að grafast fyrir um rætur þessa alls, frjálshyggjuna og kennisetningar hennar.

Þess vegna er orðið brýnt að víkka sjónarhornið og takast á við kennisetningarnar sjálfar. Til þess verður að fara aftur í tímann og athuga hvernig þessar kenningar urðu til, hvaða hlutverki þær gegndu og hvernig þær bárust áfram.

Í þessari bók kafar höfundur ofan í þessa sögu á nýstárlegan og mjög svo óhefðbundinn hátt og skoðar hvað kunni að leynast að baki vígorðunum.

Einar Már Jónsson er sagnfræðingur og doktor í miðaldafræðum. Hann kenndi mörg ár við Sorbonne-háskóla í París. Bók hans, Bréf til Maríu, vakti gífurlega athygli og umræður þegar hún kom út árið 2007.

Örlagaborgin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

♦ Hér skrifar Eyja Margrét Brynjarsdóttir um Örlagaborgina.


„Ein mikilvægasta bók undanfarandi ára!“
Gauti Kristmannsson – RÚV

„… mikið verk, stútfullt af leiftrandi ritsnilld …“
Páll Baldvin Baldvinsson – Fréttatíminn

„Bókin er fádæma frumleg og skrifuð af mikilli íþrótt.“
Stefán Snævarr – pressan.is

„Þessi bók er algjört bíó.“
Guðmundur Andri Thorsson – Fréttablaðið

„… aðdáanleg framsetning á mjög mikilsverðu efni …“
Örn Ólafsson – smugan.is

„Bókin er skrifuð af lærdómi og list og hún er skemmtileg aflestrar …“
 Atli Harðarson – Þjóðmál

„Hugmyndaauðgin í framsetningunni er mikil og þekkingin víðfeðm og djúp. Frábær bók.“
 Þorgeir Tryggvasonson – facebook

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,550 kg
Mynd framan á kápu

Erastus Salisbury Field