
–
Á sviðsbrúninni – Hugleiðingar um leikhúspólitík eftir Svein Einarsson. Í þessari bók rifjar höfundur upp starf sitt í leikhúsum, óperuhúsum, útvarpi og sjónvarpi undanfarna áratugi og veltir fyrir sér aðferðafræði og vinnubrögðum leikstjórans. Sjá líka hér.
Á morgun, fimmtudagskvöld, 14. okt. kl. 20:00, ætlar Sveinn að spjalla við Stefán Baldursson og Brynhildi Guðjónsdóttur um efni bókarinnar í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, Reykjavík.
Þetta verður ábyggilega hugguleg og áhugaverð kvöldstund. Við verðum líka með léttar veitingar. – Allir velkomnir!