Póstað

MEYDÓMUR – Saga þjóðar!

Hlín Agnarsdóttir í Stúdíó 6 í Útvarpshúsinu.

Í Mannlega þættinum í morgun talaði hún við Gunnar Hansson um MEYDÓM, sögu „hennar litlu minnar“, sögu unglingsins sem gerði uppreisn, sögu þjóðar. Hlustið hér.

Póstað

Svipmyndir úr Gunnarshúsi í gær

Steinnunn Ólafsdóttir túlkar Meydóm
Gestir hlusta agndofa
Rúnar Helgi Vignisson veltir vöngum. Hlín Agnarsdóttir bíður átekta.
Steinunn klórar sér í höfðinu yfir samræðum Hlínar og Rúnars Helga.
Höfundurinn Hlín og Sigrún hjá Ormstungu ánægðar að lokinni skemmtilegri kvöldstund.

Póstað

Hlín ræðir um Meydóm á Hringbraut

Sigmundur Ernir Rúnarsson tekur Hlín Agnarsdóttur tali í Bókahorninu 7. nóvember 2021.

https://hringbraut.frettabladid.is/sjonvarp/b%C3%B3kahorni%C3%B0/7-november-2021/

Póstað

Tvær nýjar rafbækur eftir Hlín

Áðan fóru tvær nýjar rafbækur í loftið:

Meydómur og Hilduleikur

Hlín Agnarsdóttir
Póstað

Hlín á Rás 2 í gær

Hlín Agnarsdóttir

Hlín Agnarsdóttir ræddi um nýju bókina sína – Meydómur – og margt fleira forvitnilegt.

Hlustið hér!

Póstað

Það var fjör í útgáfuteitinu hjá Unni Gutt


Sunnudaginn 17. október var mikil gleði uppi á 10. hæð á Grandavegi 47 og gamlir hrafnar auðheyrilega ernir.

Smellið hér!

Daginn eftir varð kerlingarálftin áttræð.

Póstað

Á sviðsbrúninni í Gunnarshúsi á morgun

Á sviðsbrúninni – Hugleiðingar um leikhúspólitík eftir Svein Einarsson. Í þessari bók rifjar höfundur upp starf sitt í leikhúsum, óperuhúsum, útvarpi og sjónvarpi undanfarna áratugi og veltir fyrir sér aðferðafræði og vinnubrögðum leikstjórans. Sjá líka hér.

Á morgun, fimmtudagskvöld, 14. okt. kl. 20:00, ætlar Sveinn að spjalla við Stefán Baldursson og Brynhildi Guðjónsdóttur um efni bókarinnar í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, Reykjavík.

Þetta verður ábyggilega hugguleg og áhugaverð kvöldstund. Við verðum líka með léttar veitingar. – Allir velkomnir!