Hákon Jens Behrens

Hákon J. Behrens

Hákon Jens Behrens (f. 1973) ólst upp í Keldnakoti við Stokkseyri.

Í æsku og á unglingsárum starfaði Hákon við búskap, byggingarvinnu, fiskvinnslu og sjómennsku og er með fyrsta stigs vélstjórnarréttindi. Að loknu námi við Kvikmyndaskóla Íslands 1999 starfaði hann næsta áratug í sjónvarpi og við kvikmyndagerð, ýmist sem tæknimaður, útsendingarstjóri, framleiðandi eða dagskrárgerðarmaður. Hákon las um tíma heimspeki við Háskóla Íslands.

Á undanförnum árum hefur Hákon lagst í flakk um veröld víða og sinnt ritstörfum. Hann býr nú í Slóveníu.

Fyrsta skáldsaga Hákonar, Sauðfjárávarpið,  kom út 2017. Davíð Wunderbar (2023) er nýjasta bók hans.