Ólafur Haukur Símonarson

Ólafur Haukur Símonarson (f. 1947) ólst upp í Reykjavík. Hann stundaði nám í hönnun, bókmenntum og leikhúsfræðum í Kaupmannahöfn 1965–70, í Frakklandi 1970–71, og síðan aftur í Kaupmannahöfn 1972–74.

Ólafur hefur unnið ýmis störf til sjós og lands, hann var dagskrárgerðarmaður hjá Ríkissjónvarpinu 1974–76 og gerði heimildarkvikmyndir um íslenskt þjóðlíf, en frá árinu 1976 hefur hann eingöngu sinnt bókmenntaskrifum og þýðingum.

Hann hefur samið fjölda leikrita fyrir svið, útvarp og sjónvarp sem notið hafa mikilla vinsælda. Nefna má Blómarósir, Hafið, Gauragang, Þrek og tárKennarar óskast og Bjart með köflum.

Fyrir utan ljóð og smásögur hefur Ólafur sent frá sér fjölmargar skáldsögur, svo sem Vatn á myllu kölska, Gauragang og Rigningu með köflum.

Einnig hefur hann samið og gefið út á hljómplötum fjölda sönglaga sem einkum höfða til ungra hlustenda (t.d. Eninga meniga, Hattur og Fattur, Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir).

Ólafur Haukur hefur þýtt fjölda bóka, leikrita og kvikmynda.

Frumsamdar bækur:

Unglingarnir í eldofninum, ljóð, 1970, Helgafell.
Má ég eiga við þig orð, ljóð, 1973 og 1976, SÚR.
Dæmalaus ævintýri, smásögur, 1973, SÚR.
Svarta og Rauða bókin, ljóð 1974, SÚR.
Haustsýning ’74, ljóðmyndir, 1974, SÚR.
Rauði svifnökkvinn, ljóð og myndir, 1975, Mál og menning.
Vélarbilun í næturgalanum, smásögur, 1977, SÚR.
Vatn á myllu kölska, skáldsaga 1978, Mál og Menning.
Galeiðan, skáldsaga, 1980, Mál og menning.
Almanak jóðvinafélagsins, ljóðsaga, 1981, Mál og menning.
Vík milli vina, skáldsaga, 1983, Mál og Menning.
Hattur og Fattur, barnasaga, 1984, Iðunn.
Milli skinns og hörunds, leikrit, Mál og menning 1984.
Líkið í rauða bílnum, skáldsaga, 1987, Sögusteinn.
Sögur úr sarpinum, úrval smásagna, 1988, Mál og menning.
Gauragangur, skáldsaga, 1988, Mál og menning.
Kjöt, leikrit, 1990, Menningarsjóður.
Meiri gauragangur, skáldsaga, 1991, Forlagið.
Hafið, leikrit, 1992, Forlagið.
Stormur strýkur vanga, ævisaga Guðjóns Símonarsonar, 1992, Forlagið.
Þrek og tár, leikrit, 1995, Ormstunga.
Rigning með köflum, skáldsaga, 1996, Ormstunga.
Úr hugarheimi – Sigurður Þórir listmálari, 1998, höfundur.
Hattur og Fattur – nú er ég hissa! (myndir eftir Halldór Baldursson), 1999, Flugfélagið Loftur.
Fólkið í blokkinni (myndir: Guðjón Ingi Hauksson), 2001, Mál og mynd.
Himnaríki – geðklofinn gamanleikur, 2003, Skrudda.
Vitleysingarnir – leikrit, 2003, Skrudda.
Æskuljóð hvíta mannsins – ljóðasafn (myndir eftir Alfreð Flóka), 2003, Skrudda.
Fluga á vegg – sönn lygasaga, 2008, Skrudda.
Fuglalíf á Framnesvegi, 2009, Skrudda.
Ein báran stök, 2010, Skrudda.
Skýjaglópur skrifar bréf, 2013, Skrudda.
Ugla & Fóa og maðurinn sem fór í hundana (myndir: Linda Ólafsdóttir), 2015, Sögur.
Aukaverkanir, 2016, Sögur.
Dýragarðurinn – fólkið í blokkinni (myndir: Guðjón Ingi Hauksson), 2017, Sögur.
Höfuðbók, 2020, Sögur.