Steinar Sigurjónsson

Steinar SigurjónssonSteinar Sigurjónsson fæddist á Hellissandi á Snæfellsnesi 1928, sonur Sigurjóns Kristjánssonar skipstjóra og Sigríðar Vilhelmínu Ólafsdóttur. Hann fluttist ungur til Akraness þar sem hann ólst upp. Hann lauk prentnámi hjá Prentverki Akraness 1950 og starfaði sem prentari á Íslandi og erlendis samhliða ritstörfum. Hann lést í Hollandi 1992.

Eftir Steinar liggja margar skáldsögur auk nokkurra smásagnasafna, ljóðabóka og leikrita. Meðal bóka hans eru Ástarsaga, Hamingjuskipti, Blandað í svartan dauðann, Sáðmenn og Kjallarinn.

Ritsafn Steinars Sigurjónssonar kom út 2008.