Valur Gunnarsson

Valur_Gunnarsson

Valur Gunnarsson kom heim úr námi í ritlist við einn besta skóla Bretlandseyja árið 2003. Hann hófst þá strax handa við stofnun tímaritsins Reykjavik Grapevine og varð fyrsti ritstjóri þess.

Síðan hefur hann gefið út tvær skáldsögur, tvær plötur og skrifað heilan helling af greinum, tekið gráður í bókmenntafræðum og orðið vitni að stórfelldu efnahagshruni.

Fyrsta bók Vals Gunnarssonar, Konungur norðursins, fékk frábærar viðtökur þegar hún kom út 2007:

„… vel heppnuð atlaga að því að tefla saman hinu ofurhversdagslega í formi hins feita ófríða og óhamingjusama Finna og hinu epíska og goðsögulega. Þar skapast áhugaverð samræða knúin áfram af kómískum atburðum og uppákomum sem síðan eru iðulega með dramatískum undirtónum …“
– Úlfhildur Dagsdóttir, bókmenntir.is

,,Konungur norðursins er í alla staði stórskemmtileg bók, þrælfyndinn og áhugaverður norðri.“
– Börkur Gunnarsson, Viðskiptablaðið

,,Þetta er frumleg bók og býsna skemmtileg, djörf.“
– Egill Helgason, Kiljan

Aðrar bækur Vals eru skáldsögurnar Síðasti elskhuginn (2013) og Örninn og fálkinn (2017) og nýjasta bók hans er Bjarmalönd (2021).