Skráð

Í dag koma Fléttubönd út

Fléttubönd, annar hluti þríleiksins um Lísu lögreglukonu og aðstoðarfólk hennar, kemur út í dag. Fyrsti hluti kom út í fyrra undir nafninu Fuglaskoðarinn og lokaþátturinn sér svo dagsins ljós á næsta ári.

Barnslík finnst á förnum vegi og óvæntir hlutir koma í ljós við rannsókn málsins og við sögu koma vægast sagt vafasamir starfshættir tiltekinnar bílaleigu. Samstarfsfólk Lísu, sem lesendur þekkja úr Fuglaskoðaranum, leikur hér líka stórt hlutverk, einkum Kári, sonur Bangsa lögreglustjóra.

Auk þess að fylgjast með lausn morðgátunnar kynnist lesandinn fortíð Kára og erfiðleikum hans við að fóta sig í lífinu. En allt gengur upp að lokum í óvæntum endi sögunnar nema hvað afdrif Kára skýrast víst ekki endanlega fyrr en í þriðja hlutanum að ári!