Á sviðsbrúninni – rafbók

2.990 kr.

Um leikhúspólitík

Höfundur: Sveinn Einarsson

Útgáfudagur:
Rafbók: 23. janúar 2022
Prentuð útgáfa: 7. september 2021

Um rafbækur

Efni

„Hvað eru leikhúsfræði? Þau fræði eru tiltölulega ung sem fræðigrein þó að leikhúsið sé sjálft ein elsta listgreinin. Sem akademískt fag urðu leikhúsfræðin til upp úr aldamótum 1900 þó að menn hefðu lagt stund á t.d. leiklistarsögu og önnur skyld efni löngu fyrr. Vel má rekja þessa sögu aftur til Aristótelesar og rits hans um skáldskaparlistina.“

Í þessum hugleiðingum sínum um leikhúspólitík rifjar höfundur upp starf sitt í leikhúsum, óperuhúsum og sjónvarpi undanfarna áratugi. Hann veltir fyrir sér aðferðafræði og vinnubrögðum leikstjórans og samvinnunni við leikskáld, tónskáld, leikara, söngvara, höfunda leikmynda, búninga og ljósa ásamt öðrum sem koma að því að skapa sviðslistaverk.

Frekari upplýsingar

ISBN

978-9979-63-139-2

Hönnun

Gísli Már Gíslason