Ábúendatal Villingaholtshrepps II

2.320 kr.

Ábúendatal Villingaholtshrepps í Árnessýslu 1801–1981

Síðara bindi

Höfundur: Brynjólfur Ámundason

Útgáfuár: 1992

282 bls. – harðspjöld

Flokkar: Útgáfuform:

Efni

Í þessu gagnmerka ábúendatali er hverri jörð í Villingaholtshreppi lýst, stærð áður fyrr og áhöfn, mati og húsakosti á ofanverðri 19. öld.

Birt er skrá yfir ábúendur á hverri jörð í tímaröð. Þá kemur þáttur um hvern ábúanda og konu hans (eða eiginmann þegar kona er ábúandi) og foreldra þeirra. Búnaðarsaga er rakin og börn upptalin svo og kvonfang þeirra þegar um það ræðir. Oftast er í þáttarlok nokkur frásögn um ábúendur, stundum löng. Fæðingarár (og dagur oftast) ábúenda og barna þeirra er tilgreint.

Mikill fjöldi mannamynda er í ritinu, myndir af jörðum bæði gamlar og nýjar og líkön hafa verið gerð af gömlum kirkjum sem hér eru ágætar myndir af. Í lok síðara bindis er nafnaskrá fyrir ritið allt.

Efni síðara bindis:

Hróarsholt
Kirkjur í Hróarsholti
Hróarsholt – Vesturbær
Kambur
Flaga
Krókur
Miðhús
Gráklettur
Súluholt
Súluholt – Austurbær
Súluholt – Vesturbær
Skyggnisholt
Súluholtshjáleiga
Hákot
Lyngholt
Hurðarbak
Dalsmynni
Kampholt
Neistastaðir
Hnaus
Skálmholt
Skálmholtshraun
Heiðarbær
Þjótandi

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,740 kg
ISBN

9979-9048-0-1

Kápuhönnun

Brynjólfur Ámundason

Setning og umbrot

Offsetþjónustan

Prentun

Stapaprent

Bókband

Prentsmiðjan Oddi

Nafnaskrá

Orðtak