Ábúendatal Villingaholtshrepps I

2.320 kr.

Ábúendatal Villingaholtshrepps í Árnessýslu 1801–1981

Fyrra bindi

Höfundur: Brynjólfur Ámundason

Útgáfuár: 1983

448 bls. – harðspjöld

Reykjavík: Gefið út á kostnað höfundar.

Flokkar: Útgáfuform:

Efni

Í þessu gagnmerka ábúendatali er hverri jörð í Villingaholtshreppi lýst, stærð áður fyrr og áhöfn, mati og húsakosti á ofanverðri 19. öld.

Birt er skrá yfir ábúendur á hverri jörð í tímaröð. Þá kemur þáttur um hvern ábúanda og konu hans (eða eiginmann þegar kona er ábúandi) og foreldra þeirra. Búnaðarsaga er rakin og börn upptalin svo og kvonfang þeirra þegar um það ræðir. Oftast er í þáttarlok nokkur frásögn um ábúendur, stundum löng. Fæðingarár (og dagur oftast) ábúenda og barna þeirra er tilgreint.

Mikill fjöldi mannamynda er í ritinu, myndir af jörðum bæði gamlar og nýjar og líkön hafa verið gerð af gömlum kirkjum sem hér eru ágætar myndir af. Í lok síðara bindis er nafnaskrá fyrir ritið allt.

Efni fyrra bindis:

Villingaholt
Kirkjur í Villingaholti
Ábúendur í Villingaholti
Villingaholt II
Borg
Grund
Grund II
Syðri-Sýrlækur
Efri-Sýrlækur
Sýrlækjarbali
Ferjunes
Mjósund
Forsæti I–IV
Sandbakki
Sólbakki
Syðri-Gróf
Efri-Gróf
Egilsstaðir – austurbær
Egilsstaðir – vesturbær
Egilsstaðakot
Urriðafoss
Vælugerði, síðar Þingdalur
Vælugerðiskot
Vatnsendi
Vatnsholt – austurbær
Vatnsholt – vesturbær
Vatnsholt III
Mettuborg
Skúfslækur
Mýrar
Gafl
Saurbær
Jaðarkot
Kolsholt
Kolsholt – austurbær
Kolsholt – vesturbær
Kolsholtshellir
Önundarholt
Breiðholt
Irpuholt

Frekari upplýsingar

Þyngd 1,005 kg