Andarsláttur

2.400 kr.

Höfundur: Herta Müller
Bjarni Jónsson íslenskaði

277 bls. – mjúk spjöld með innábroti

Útgáfuár: 2011

Efni

Rúmenía í lok stríðsins. Þýskir íbúar landsins eru óttaslegnir. „Lögreglumennirnir sóttu mig klukkan þrjú um nóttina þann 15. janúar árið 1945. Hitastigið lækkaði í sífellu: -15° C á mælinum.“ Þannig hefur ungi maðurinn frásögn sína. Fram undan eru fimm ár sem hann veit ekkert um. Eftir þessi fimm ár snýr hann aftur sem annar maður.

Herta Müller segir frá reynslu manns sem kemst lífs af, reynslu sem setur mark sitt á hann til æviloka.


… máttugt skáldverk en ekki fyrir þá sem sækjast eftir tilfinningaklámi.“
Páll Baldvin Baldvinsson – Fréttatímanum

„Eftir að hafa lesið bók hennar sem nefnist Andarsláttur á íslensku hef ég sannfærst um að hún er eitt af stórskáldum samtímans.“
Egill Helgason – Eyjunni

„Verk hennar sækir kraft sinn í óttann og er á sama tíma sveipað fegurð, mikill happafengur fyrir lesandann.“
Volker Weidermann – Frankfurter Allgemeine Sonntagszeitung

„Vogað listaverk tungumálsins sem á sér engan líka í evrópskum bókmenntum okkar daga.“
Karl-Markus Gauß – Süddeutsche Zeitung

„Tungumálið verkar næstum með ljóðrænum krafti þegar skelfilegum burði sementspokanna er lýst vafningalaust og í smáatriðum – og þar með þeim mun átakanlegar.“
Thomas BorchertDie Berliner Literaturkritik


Herta Müller hlaut Bókmenntaverðlaun Nóbels 2009.

Gagnrýni

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,465 kg
ISBN

978-9979-63-107-1

Kápuhönnun

Ámundi

Umbrot

Gísli Már Gíslason

Brot

13×20,5 cm – sveigjanleg spjöld með innábroti

Prentun

Leturprent