Bókaránið mikla

1.590 kr.

Sönn saga af ótrúlegum glæp
Höfundar: Lea Korsgaard & Stéphanie Surrugue

Trausti Steinsson íslenskaði

261 bls., kilja

Útgáfuár: 2009

Efni

Á sjöunda áratug tuttugustu aldar taka ómetanlegar bækur að hverfa úr Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn.

Kerfisbundið, líkast göldrum, hverfa bækur úr safninu – árum saman. Innan þykkra múra bókasafnsins vakna grunsemdir og jafnvel ásakanir – vafasamar kenningar komast á kreik. Er það pólska mafían? Eða samkynhneigði bókavörðurinn?

Á göngum bókavölundarhússins leita starfsmennirnir svara, sömuleiðis lögreglan, en án árangurs. Málið hrannast upp í þunga stafla af pappír og í óreiðunni tekur enginn eftir þjófnum, sérlunduðum rólyndismanni.

Grípandi frásögn af fjölskyldu hægláts fræðimanns og leyndardómum hennar. Af lygum og draumum um tveggja kynslóða skeið. Sönn saga um fordild, drykkjuskap, valdabaráttu og myrk öfl í hinu gamla og virðulega kóngsins bókasafni í Kaupmannahöfn.

Eftir útkomu bókarinnar í Danmörku árið 2005 voru höfundarnir sæmdir blaðamannaverðlaunum Berlingske Tidende fyrir verkið.

Í maí 2009 var sett upp í Konunglega leikhúsinu leikritið Bogtyven eftir Daniel Wedel, byggt á bókaþjófnaðamálinu og sló strax í gegn. 

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,240 kg
ISBN

978-9979-63-090-6

Hönnun og umbrot

Gísli Már Gíslason

Kápumynd

Thomas Butz

Prentun og bókband

Prentsmiðjan Oddi

Titill á frummálinu

Det store Bogtyveri