Davíð Wunderbar

2.690 kr.4.590 kr.

Skáldsaga

Höfundur: Hákon J. Behrens

Útgáfudagur: 30. október 2023
Útgáfuform: mjúk spjöld (183 s.) og rafbók

Um rafbækur

4.590 kr.
2.690 kr.

Efni

Starkaður Starkaðsson fer mikinn í þráhyggju sinni gagnvart tímanum og bregður stundum fyrir sig ruddalegu orðfæri þegar hann ferðast djúpt niður í myrkur mannssálarinnar.

Dag nokkurn gengur hann of langt, móðgar of marga og í framhaldinu hrekst hann úr landi. Þráhyggjan tekur sér bólfestu í huga hans, einkum hvernig hægt sé að snúa aftur til betri tíma, þess tíma þegar menn voru menn og allir léku sitt rétta hlutverk í samfélaginu.

Hann sannfærist um að það sé hans hlutverk að laga þá skekkju sem nákvæm mæling tímans og tæknin hefur valdið í lífi mannfólksins. Hann hittir Dragicu, konu frá Júgóslavíu, og með þeim takast ástir.

Nú verður Starkaður að velja á milli lífs með Dragicu og hugmynda sinna um tímann og tilveruna.

Glimrandi umfjöllun í Kiljunni

Spaklegar umræður í útvarpsþættinum Bara bækur

„Þetta er feikilega vel gert.“
Þorgeir Tryggvason, Kiljunni, RÚV

„Átakanlega fyndin bók um nöturleg örlög karlmennskunnar.“
Tyrfingur Tyrfingsson

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,250 kg
Mynd framan á kápu

Pétur Behrens