Fólk á fjöllum

3.900 kr.

Gönguleiðir á 101 tind

Höfundar:
Ari Trausti Guðmundsson
Pétur Þorleifsson

 223 bls. – harðspjöld

Útgáfuár: 1999

Uppseld

Flokkar:

Efni

Fjallgöngur eru skemmtileg dægradvöl og njóta vaxandi vinsælda. Í þessari bók finna bæði reyndir og óreyndir göngugarpar fjölmargt forvitnilegt.

Ýmis fróðleikur er birtur um fjöllin og jarðfræði þeirra og iðulega rifjaðar upp fornar sagnir tengdar þeim.

Gönguleiðum, jafnt auðveldum sem erfiðum, er lýst svo að lesendur velkist ekki í vafa um hvernig komast má á toppinn. Kort sem sýna gönguleiðina eru birt með hverjum tindi auk ljósmyndar af fjallinu.

Grunnupplýsingar, eins og hæð, gönguhækkun, göngulengd og göngutími, eru dregnar saman fyrir hvert fjall.

Þá eru leiðunum gefnar fjórar einkunnir (birtar sem súlurit) svo hægt sé að meta þær í einni sjónhendingu.

Vönduð og fróðleg bók skrifuð af fjallamönnum með áratugareynslu að baki.