Hamingjulönd

2.900 kr.

LANDAFRÆÐI LUKKUNNAR

Höfundur: Eric Weiner

Íslensk þýðing: Jóhann Axel Andersen

329 bls., mjúk spjöld

Útgáfuár: 2011

 

Efni

Ólundarseggur leitar uppi hamingjuríkustu staði í heimi

Ótaldir höfundar hafa reynt að útlista hvað hamingja er. Færri hafa sýnt okkur hvar hún er, hvers vegna sumir staðir virðast hamingjuríkari en aðrir og hvernig létta megi lundina með því að skipta um samastað eða bara með því að ferðast.

Eftir að hafa fjallað um ófrið, náttúruhamfarir og hvers kyns mannlega eymd um víða veröld í tvo áratugi ákvað Eric Weiner að snúa blaðinu við og leita uppi hamingjuríkustu lönd jarðar.

Með hamingjusálfræði (positive psychology) og gervallan sjálfshjálpariðnaðinn að leiðarljósi hélt hann út í heim og kynnti sér leiðina að lukkunni. Heimspekingar og hamingjufræðingar vísa honum veginn og saman fara þeir í langt og gáskafullt ferðalag.

Í Himalajafjöllum uppgötvar hann verga þjóðarhamingju, hann stundar hugleiðslu í Bangalore, heimsækir nektardansstaði í Bangkok, borðar hákarl og drekkur sig næstum rænulausan í Reykjavík.

„Niðurstaðan er líka vitræn nokk; engin ein forskrift er til að hamingjusamri þjóð og forsendur eru mismunandi frá landi til lands. Enda er Weiner fyrstur til að viðurkenna (og minnir á það reglulega) að rannsókn hans er ekki vísindaleg heldur gerð á forsendum forvitninnar. Bókin veitir fyrir bragðið ákveðnar hugmyndir í stað þess að varpa fram fullyrðingum í fúlustu alvöru og henni ber að taka sem slíkri. Þannig er hún líka bráðskemmtileg aflestrar og fróðleg um leið.“
Jón Agnar Ólason, Morgunblaðið

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,595 kg
ISBN

978-9979-63-105-7

Kápuhönnun og umbrot

Gísli Már Gíslason

Ljósmynd á kápu

Gísli Már Gíslason

Prentun

Leturprent