Hola í lífi fyrrverandi golfara

1.990 kr.

Skáldsaga

Höfundur: Guðmundur Óskarsson

160 bls., harðspjöld

Útgáfuár: 2008

Efni

Sögusviðið er ótilgreind stórborg. Söguhetjan heitir Samúel. Hann er nýlega fluttur til borgarinnar þar sem hann  fer sjaldan beint heim úr vinnunni.

Einn óvenjuhlýjan haustdag gengur Samúel um borgarstrætin. Þótt ákvörðunarstaðurinn liggi fyrir, virðist jafnlíklegt að ferðalagið leysist upp í einlæga flóttatilraun; kvöldið áður hitti Samúel æskuvin sinn á hótelherbergi – fundur sem afklæddi fortíðina, ögraði augnablikinu og gerði framtíðina að því rökkurlandi sem söguhetjan mjakast inn í skref fyrir skref, orð fyrir orð.

Óvenjuleg saga og spennandi frá upphafi til enda.


„Frásögnin er þétt ofin með tilheyrandi endurliti og meitluðum stemningum. Vel lukkaður sálfræðitryllir − þótt titllinn gefi eitthvað léttvægara í skyn.“
Einar Falur IngólfssonLesbók Mbl.

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,345 kg
ISBN

978-9979-63-088-3

Kápuhönnun

Guðmundur R. Steingrímsson