Efni
Í þessari sjöundu ljóðabók Berglindar eru bæði frumort ljóð og þýdd, einkum úr spænsku. Hún skrifar um ferðir og staði, um náttúrufar borgarinnar, skáldalíf og konur. Hún lýsir kyrrðarstund í kirkjugarði þar sem snjórinn hylur leiðin og yrkir um kvenfrelsi og skáldskap.
Í bókinni eru einnig þýðingar á ljóðum eftir spænsk-arabíska skáldið Abu l-Qasim El Hadrami frá 12. öld, chileska ljóðskáldið Pablo Neruda og spænsku skáldin Federico García Lorca og Luis de Góngora y Argote (1561–1627).