Múrbrot

1.270 kr.

Róttæk samfélagsrýni fyrir byrjendur og lengra komna

Ritstjórar: Ármann Jakobsson og Finnur Dellsén

367 bls. – kilja

Útgáfuár: 2008

Efni

Róttæk bók þar sem ungt fólk beinir gagnrýnum augum að samtímanum. Á þeim undarlegu tímum sem við lifum nú er þetta holl lesning. Tuttugu höfundar blanda sér í hina pólitísku umræðu og fjalla vægðarlaust um hvaðeina sem betur mætti fara í heiminum.

Gagnrýnin er hörð, en samt er þetta jákvæð bók því öfugt við þá sem tala bara um nútímann  og framtíðina á þann hátt  að hlutirnir geti ekki verið eða orðið öðruvísi, þá fjallar þessi bók um það hvernig hlutirnir gætu verið, hvernig þeir ættu að vera.

Múrinn var eitt af fyrstu íslensku pólitísku vefritunum og það eina sem boðaði róttæka stefnu. Hann var gefinn út af Málfundafélagi úngra róttæklinga (MÚR) frá 2000 til 2007. Markmiðið var að auka veg róttækra sjónarmiða á Íslandi. Í þessari bók eru á annað hundrað greina sem birtust á Múrnum og höfundar telja mikilvægt innlegg í pólitíska umræðu á Íslandi.

Höfundar auk ritstjóranna:

 • Andri Snær Magnason
 • Berglind Rós Magnúsdóttir
 • Drífa Snædal
 • Edward H. Huijbens
 • Eyja Margrét Brynjarsdóttir
 • Gunnar Örn Sigvaldason
 • Halla Gunnarsdóttir
 • Haukur Már Helgason
 • Hilmar Hilmarsson
 • Huginn Freyr Þorsteinsson
 • Jón Yngvi Jóhannsson
 • Katrín Jakobsdóttir
 • Kolbeinn Óttarsson Proppé
 • Páll Hilmarsson
 • Sigfús Ólafsson
 • Stefán Pálsson
 • Steinþór Heiðarsson
 • Sverrir Jakobsson

EFNI

Inngangur

 1. Lýðræði
 2. Réttlæti
 3. Mannréttindi
 4. Umhverfi
 5. Stríð og friður
 6. Heimurinn

Eftirmáli

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,340 kg
ISBN

978-9979-63-080-7

Kápuhönnun

Ragnar Helgi Ólafsson

Umbrot

Gísli Már Gíslason