Norðan Vatnajökuls

1.030 kr.

Höfundur: Poul Vad

Úlfur Hjörvar íslenskaði

153 bls. – kilja

Útgáfuár: 2001

 

 

Efni

Árið 1970 kom danski rithöfundurinn og listfræðingurinn Poul Vad (f. 1927) til Íslands, dreginn þangað af kynnum sínum af Íslendingum og þó einkum Hrafnkels sögu Freysgoða.

Hann fór þá einn á Land Rover um slóðir Hrafnkötlu, en hér tekur hann lesandann með í þessa tvíþættu ferð um land og sögu, en samferða eru líka m.a. þeir Cervantes og Machiavelli, enda berst margt skemmtilegt og óvænt í tal.

Ferðasöguna kryddar höfundur svo enn frekar frásögnum af íslenskum samtíðarmönnum og Íslandi nútímans, sem hann hefur heimsótt nokkrum sinnum síðan, seinast sem gestur á Bókmenntaþingi 1995.

Norðan Vatnajökuls hefur verið þýdd á önnur mál og hefur t.d. þýska útgáfan selst í stórum upplögum og verið verðlaunuð.

Hrafnkels saga Freysgoða, að mestu í útgáfu Óskars Halldórssonar frá 1965, er prentuð í viðauka á bls. 129–153.

… Hrafnkatla er meistaraverk, heimsbókmenntir. Bók Pouls Vad er að minnsta kosti meistaraverk.
Preben Meulengracht Sørensen, Jyllands-Posten 12. 10. 1994

… Poul Vad hefur skrifað afbragðsgóða, fróðlega og bráðskemmtilega bók 
Aldo Keel, Neue Zürcher Zeitung, 24. 09. 1998

 

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,260 kg
Ljósmynd á kápu

Myndin sýnir Aðalból í Hrafnkelsdal, Eiríksstaðahneflar í baksýn. Ljósm. Oddur Benediktsson.

ISBN

9979-63-031-0