Ranghugmyndin um guð

2.370 kr.

Höfundur: Richard Dawkins
Reynir Harðarson íslenskaði

489 bls., kilja

Útgáfuár 2010

 

Flokkur: , Útgáfuform:

Efni

Í þessari ástríðufullu varnarræðu fyrir skynsemina ræðst Richard Dawkins gegn trúarbrögðunum.

Trú á yfirnáttúruleg máttarvöld getur ekki verið grundvöllur fyrir skilningi okkar á heiminum og þaðan af síður skýring á uppruna hans. Ef gagnrýni á trúarbrögðin er bannfærð eigum við á hættu að vafasamir bókstafstrúarmenn af öllu tagi vaxi okkur yfir höfuð. Trúin á guðlega veru er iðulega orsök hryðjuverka og eyðileggingar eins og mannkynssagan sýnir, allar götur frá kaþólska Rannsóknarréttinum fram að árásinni á Tvíburaturnana í New York.

Þetta er mikilvæg bók sem tekur afstöðu til eins af brennandi málefnum samtímans á skýran og sannfærandi hátt.


„Mjög mikilvæg bók, einkum nú um stundir … stórkostleg bók, skýr og fróðleg, sannkallað meistaraverk..“
Ian McEwan

„Ef þessi bók breytir ekki heiminum erum við öll rugluð.“
Penn and Teller

„Þróunarlíffræðingurinn Richard Dawkins hefur skrifað æsilegustu bók ársins: Allsherjaruppgjör við trúarbrögðin.“
Welt am Sonntag

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,400 kg