Efni
Leikfélagið Snúður og snælda var stofnað að frumkvæði þeirra Sigríðar Eyþórsdóttur og Brynhildar Olgeirsdóttur árið 1990. Tilgangurinn var að skapa vettvang leiklistarstarfsemi fyrir eldri borgara. Þegar horft var til baka eftir tuttugu ára blómlegt starf þótti tími til kominn að dýfa niður penna og skrásetja afraksturinn … og hér birtist hann.
Sigrún Valbergsdóttir hefur skrásett sögu Snúðs og snældu samkvæmt frásögn móður sinnar, Sigrúnar Pétursdóttur, sem var formaður félagsins 1994–1999 og lék jafnframt með því í tuttugu ár.
Sigrún hefur leikstýrt um 50 leiksýningum með atvinnu- og áhugaleikfélögum á Íslandi og í Færeyjum. Hún hefur skrifað fyrir leikhús, m.a. fyrir Snúð og snældu, en einnig komið að starfi félagsins sem leikstjóri og þýðandi.