Skilmálar

Greiðslufyrirkomulag
Greiða má með greiðslukorti (debet- og kreditkorti) eða millifærslu. Kaupandi og viðtakandi þarf ekki að vera sá sami.

Skilaréttur
Kaupandi getur skilað bókunum innan 30 daga frá sendingardegi og fær þá andvirðið endurgreitt, svo fremi sem hið skilaða eintak er óskemmt og í upprunalegu ástandi. Ekki er tekið við óplöstuðum  bókum hafi þær verið afhentar plastaðar.

Afhending og ábyrgð
Sendingarkostnaður er skv. verðskrá Íslandspósts. Dreifing er á höndum Íslandspósts og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu bókanna. Ormstunga ber enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send úr netverslun Ormstungu þar til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðila. Ef eintak reynist gallað eða sending hefur sannanlega ekki átt sér stað fær kaupandi nýtt eintak sér að kostnaðarlausu. Hafi kaupandi pantað og innt af hendi greiðslu fyrir bók sem reynist uppseld fær hann andvirðið endurgreitt.

Afgreiðslutími
Pantanir eru afgreiddar innan 24 klukkustunda frá því að greiðsla hefur borist nema annað sé tekið fram.

Reikningsútskrift og kvittanir
Kaupandi fær pöntunarstaðfestingu í tölvupósti og kvittun frá Borgun (einnig í tölvupósti) ef greitt er með korti. Útskrifaður reikningur er sendur kaupanda með vörunni.

Trúnaður
Ormstunga heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem kaupandi gefur í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.