
Stefán Sturla spjallar við blaðamann Fréttablaðsins, Gunnþóru Gunnarsdóttur.
Höfundur Flækjurofs tjáir sig um ritstörfin.
Sunnudaginn 12. júlí verður gaman á Grand-Inn á Sauðárkróki.
Þá ætlar Stefán Sturla að kynna nýjustu bók sína um Lísu lögreglukonu og hennar fólk, Flækjurof.
Hann spjallar um rannsóknarvinnuna og aðferðina við skrifin, persónurnar, fyrirmyndir og flækjur. Og svo les hann náttúrlega upp valda kafla!
Bókin er á sérstöku tilboðsverði þetta kvöld og höfundur áritar eintök með glöðu geði.
Tilvalið að koma í rauðvínsstemningu með rithöfundi.
Húsið verður opnað kl. 16:45 og Stefán tekur til máls kl. 17:00. Að sjálfsögðu er tilboð á rauðvínsglasi (eða hvítu).
Nú er spennusagan Flækjurof komin í rafbókarbúning og salan farin af stað.
Í morgun átti Sigurlaug Margrét Jónasdóttir skemmtilegt samtal við Stefán Sturlu, höfund spennusögunnar FLÆKJUROF: