Skráð

Babúska komin út!

Babúska - reimleikar og voðaverk

Í dag kom út nýja bókin hennar Hallveigar Thorlacius, Babúska

Við fögnum útgáfunni í Gunnarshúsi mánudaginn 3. júlí kl. 17:30. Hallveig segir okkur frá tildrögum að þessari fyrstu skáldsögu sem hún skrifar fyrir fullorðna lesendur.

Sigrún Valbergsdóttir leikstjóri og leiðsögumaður les valda kafla úr bókinni og Sigríður Thorlacius syngur sól í hjörtu viðstaddra.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. 

Um söguna:

Ung stúlka verður fyrir bíl fyrir framan Þjóðleikhúsið og lætur lífið. Ökumaðurinn flýr af vettvangi. Eina vitnið að þessum atburði er Svetlana, rússneskur bókmenntafræðingur sem vinnur við þrif í opinberum byggingum. Hún hringir í neyðarnúmerið en hjólar burt.  Lögreglukonan Fanney kemur á vettvang. Við rannsókn málsins ákveður hún vegna ágreinings við yfirmann sinn að snúa sér að öðru máli sem komið er upp á bernskuslóðum hennar í Urriðavík. Kona hefur fundist myrt úti í fjárhúsi og fleiri morð fylgja í kjölfarið. Böndin berast að Birtu sem hengdi sig úti í fjósi fyrir hundrað árum. Flestir hafa séð vofunni bregða fyrir og öll sveitin stendur á öndinni.

Austur í Síberíu fréttir Lena að dótturdóttir hennar hafi fundist dáin í Reykjavík. Hún sér sig knúna til að fara til Íslands. Þegar hún fréttir af innrás Rússa í Úkraínu segist hún ekki eiga neitt land. Nágranni Svetlönu, Pétur, býður henni að búa hjá sér þangað til djöfulskapnum linni.

Hvað eiga dauðsföllin í Reykjavík sameiginlegt með morðunum í Urriðavík? Lena tekur þátt í að greiða úr flækjunni.

Skráð

Reimleikar og voðaverk

Bráðum kemur bók!

Þegar brúðuleikari, fæddur vel fyrir miðja síðustu öld, sendir frá sér svona seiðmagnaða spennusögu er ástæða til að athuga málið.

Babúska kemur út fyrir lok næsta mánaðar.