Ég var í rútu í Tékklandi snemma morguns fyrir tveimur árum. Einhvers staðar á landamærum svefns og vöku streymdu allt í einu sögur og persónur inn í hausinn á mér. Þær stöldruðu stutt við og hurfu mér svo aftur.
Ég skildi ekki hvað var að gerast í fyrstu en svo vaknaði ég og fattaði að rútan hafði keyrt í gegnum ský af sögum. Þær komu til mín en fóru aftur um leið og þær urðu þess áskynja að ég er ekki Tékki – að ég gæti ekki sagt þær.
Ég er viss um að þær eru þarna enn á sveimi og bíða eftir tékknesku skáldi.
Hákon Jens Behrens