Ekki einhöm

1.880 kr.

Frumort og þýdd ljóð

Höfundur: Berglind Gunnarsdóttir

50 bls., kilja

Útgáfuár: 2013

Flokkur: , Útgáfuform:

Efni

Efni ljóðanna í þessari áttundu ljóðabók höfundar er margbreytilegt; þau spanna viðnám tímans, fegurð andartaksins og harm dauðans, ástina og skáldskapinn. Erlendu ljóðskáldin sem krydda bókina í þýðingum eru Jim Morrison, César Vallejo og Omar Khayyam. – Á útgáfuárinu eru þrjátíu ár síðan Berglind sendi frá sér fyrstu bók sína.

Á leiðinni inn í skóginn er flötin þar sem Eggert Ólafsson
hélt brúðkaup sitt. Veislan stóð í viku
að fornum sið. Þar vex ilmreyr sem konur lögðu
í fataskápa sína til að fá angandi undirföt, segir
presturinn. Rauðgrenið og skógarfuran eru
tignarleg og birkið sveigir sig lítillega eins
og í kveðjuskyni. Stöku fugl flýgur upp og ég mæti
rjúpu á einum stígnum. Það heyrist í lóu.
Stígar liggja um skóginn og minna á titil á
sögu eftir Borges: Garður með stígum sem
greinast. Greninálar klóra ögn í fótleggina.
Þetta er fullkominn skógarbotn, segir Sigvaldi
á Vilmundarstöðum og ég horfi á þéttofna
blómábreiðu skógarins, undafífil, bláklukku,
fjalldalafífil. Þetta er sundurgerðarskógur;
lystiskógur. Það er heitt. En þótt komið sé
hádegi glitrar dögg á blómum og blöðum. Vegna
sólarhitans er ilmurinn þungur eins og í frumskógi
þar sem þéttast er. Á slíkum degi leggst maður
í skugga trjánna og horfir á græn laufin renna
saman við himinblámann. Skógurinn leikur á öll
skynfærin. Einsemdin verður að samsemd með
náttúrufari skógarins. Í hugann koma orð Lorca:
Garður opinn fáum, paradís lokuð fyrir marga.

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,090 kg
ISBN

978-9979-63-122-4

Hönnun og umbrot

Gísli Már Gíslason

Kápumynd

Hlíf Ásgrímsdóttir

Prentun

GuðjónÓ vistvæn prentsmiðja