Efni
Á sumri komanda
… Það er alltaf gott veður hér útfrá segir
konan á Grandakaffi, þú ættir nú best að vita
það sjálfur. Ertu ekki hér á hverjum degi?
Og þegar ég kem út í hólana situr hann þar á
bekk sá gamli, eitthvað að pára.
Ég sé að hann þekkir mig til hálfs
Það þykir ætíð sæta nokkrum tíðindum þegar Baldur Óskarsson sendir frá sér nýja bók. Þessi þrettánda ljóðabók hans vitnar um orðkynngi, hlýja gamansemi og gleði – meira að segja litagleði. Ungu ljóðskáldin mega vara sig því að Baldur er síungur og kemur alltaf á óvart. Meitluð náttúrukennd og óvenjulegar mannlífsmyndir setja svip á ljóðin – og ósjaldan er Grandinn ekki langt undan.
Heillandi bók með 82 frumsömdum og 24 þýddum ljóðum. Sannkallaður hvalreki fyrir alla ljóðaunnendur.