Efni
Myndbrot, óskýr í fyrstu, raða sér saman. Aspirnar eru hnífar sem sníða heitt loftið. Vindurinn verður óttasleginn þegar hann bærir á sér á götum valdsins.
Í verksmiðjunum eru græðgi og launungin söm hvort heldur menn barna eða stela. Blaðlúsin í ennislokki einvaldsins læst vera dauð. Andblær óttans vakir í lystigarðinum …
Smám saman birtast drættir mannlífsins í Timisoara um þær mundir sem uppreisnin gegn Ceausescu og valdaklíku hans hófst. Sagan lýsir á ljóðrænan hátt hvernig sekt og sakleysi eru samofin í fórnarlömbum allra alræðisstjórna.
Refir og veiðimenn skipta um hlutverk en spurningin er hvort eitthvað hafi gerst … „einn frakki smeygir sér í annan …“