Flækjurof er þriðji og síðasti hluti þríleiksins um lögreglukonuna Lísu og aðstoðarfólk hennar eftir Stefán Sturlu.
Fyrri bækur þríleiksins eru:
• Fuglaskoðarinn (2017)
• Fléttubönd (2018)
Neyðarkall berst úr dalnum endalausa. Björgunarsveitin er kölluð út, þyrlan er send af stað með Lísu og annað starfsfólk rannsóknarlögreglunnar. Hvað hefur gerst?
Lesendur fylgjast með óvæntum atburðum og margar spurningar vakna. Við sögu koma kunnuglegar persónur úr fyrri bókum þríleiksins: Lísa, Kári, Björn Bangsi, Sigrún og fleiri.
Fyrir utan leitina að skýringum á hinum óhugnanlegu atburðum sögunnar er ekki síður áhugaverður sá þráður sem snýst um Kára og líf hans í fortíð og nútíð.
Þið fáið meira að heyra þegar bókin kemur út.