Skráð

„Ævintýri sem veruleikinn býður ekki upp á“

Ritsafn Steinars Sigurjónssonar er nú fáanlegt á netinu, einstök bindi (tuttugu talsins) eða allt safnið í tveimur vönduðum öskjum, myndskreyttum af Erró og Kristjáni Guðmundssyni, ásamt tveimur geisladiskum með upplestri Karls Guðmundssonar leikara á sögunum Farðu burt skuggi og Blandað í svartan dauðann.

Í tilefni útgáfunnar á sínum tíma birti Morgunblaðið viðtal Þrastar Helgasonar við rithöfundinn og útvarpsmanninn góðkunna Eirík Guðmundsson sem var ritstjóri útgáfunnar. Einnig birti blaðið pistla um skáldið eftir Guðberg Bergsson og Ástráð Eysteinsson.