Skráð

Alþjóðlegur dagur bókarinnar

Í dag , 23. apríl, er alþjóðlegur dagur bókarinnar.

Halldór Laxness fæddist á þessum dagi 1902, Shakespeare líka, nokkrum öldum áður. Og Cervantes lést á þessum degi árið 1616.

En í gær, 22. apríl, hefði Vladimir Nabokov haldið upp á afmælið sitt ef hann hefði lifað (fyrir misskilning héldu menn um tíma að hann hefði fæðst 23. apríl). Hann fæddist 1899 og dó 1977.

Enn eru fáein eintök eftir af frábærri þýðingu Illuga Jökulssonar á skáldsögu Nabokovs, Vörninni sem fæst nú á góðu verði.