Skráð

Bjuggust ekki við eftirköstum

Reykjavík, 23. febr. — OÓ.
ATÓMSPRENGJUÁRÁSIN, sem sett var á svið í Seli menntaskólanema í síðustu viku, hefur vakið mikla athygli. Eins og sagt var frá í Alþýðublaðinu í gær fór „skemmtunin“ þannig fram að spiluð var segulbandsspóla með tilbúnum fréttum á þann veg að atómsprengjuárás væri yfirvofandi á Keflavíkurflugvöll.

Svo vel tókst þessi flutningur, að margir nemendanna, sem ekki vissu að hér var um gabb að ræða, voru gripnir mikilli hræðslu og fengu grátköst og það jafnvel löngu eftir að sendingunni lauk og búið var að segja þeim að árásarfréttirnar væru tilbúningur einn.

Styrjöldin í Selinu (2019) bls. 118