Skráð

Hamingjan er stefnumál

Það eru varla neinar auglýsingar í Bútan og neonskilti voru bönnuð þar til fyrir nokkrum árum. Þó tek ég eftir einu handmáluðu skilti sem er fest við tvær spýtur við vegarkantinn:

Þegar síðasta tréð hefur verið höggvið,
þegar síðasta áin hefur þornað upp,
þegar síðasti fiskurinn hefur verið veiddur,
þá fyrst skilur maðurinn að hann getur ekki borðað peninga.

Eric Weiner: Hamingjulönd – Landafræði lukkunnar bls. 66

Skráð

„Af hverju viltu ekki vinna, Loftur?“

„Ég er þeirrar skoðunar að það að mæta í vinnuna sé skýrt merki um lélegt sjálfsmat og beri með sér að viðkomandi, sá sem í vinnuna mætir, hafi litla sem enga sjálfsvirðingu. Ég met líf mitt, þetta eina sem ég á, einfaldlega það mikils að ég er ekki til í að skipta á því og peningum. Það finnst mér vera merki um heilbrigt og gott sjálfsmat – sjálfsvirðingu. Alltaf þegar ég sé fólk mæta í vinnuna að morgni dags hugsa ég: Þarna er manneskja sem hatar sjálfa sig.“

Hákon J. Behrens: Sauðfjárávarpið, bls. 57

Skráð

Ökuljóð

 Geta englar dáið?
spurði drengurinn.
Nei, nei!
sagði fólkið í bílnum.
Getur þeir staðið þegar þeir fljúga?
spurði drengurinn.
Engan dónaskap væni minn farðu að sofa
sagði fólkið í bílnum.
Ég getur ekki sofið það er svo mikið ryk
sagði drengurinn.
Það er kannski englaryk!
sagði amma og hló.
Það er kannski englaryk!
sagði afi og hló.
Það er kannski englaryk!
sagði allt fólkið í bílnum og skellihló.

Stefán Sigurkarlsson. (2013). Ósamstæður

Skráð

„Mœurs Contemporaines“

Barn var heitið Duld, það vakti dulitla athygli.
Menn komu og sögðu:  Af hverju heitir barnið
Duld?

Kona nokkur spurði:  Er þetta kannski heiðið?

Duld óx úr grasi.  Almannarómur sagði glasi.
Hún gekk í skóla.  Hún bauð sig fram í forseta-
kosningum, en í fyllingu tímans varð hún forstjóri
álvers.

Baldur Óskarsson. (2006). Endurskyn