Sett inn

„Ævintýri sem veruleikinn býður ekki upp á“

Ritsafn Steinars Sigurjónssonar er nú fáanlegt á netinu, einstök bindi (tuttugu talsins) eða allt safnið í tveimur vönduðum öskjum, myndskreyttum af Erró og Kristjáni Guðmundssyni, ásamt tveimur geisladiskum með upplestri Karls Guðmundssonar leikara á sögunum Farðu burt skuggi og Blandað í svartan dauðann.

Í tilefni útgáfunnar á sínum tíma birti Morgunblaðið viðtal Þrastar Helgasonar við rithöfundinn og útvarpsmanninn góðkunna Eirík Guðmundsson sem var ritstjóri útgáfunnar. Einnig birti blaðið pistla um skáldið eftir Guðberg Bergsson og Ástráð Eysteinsson.

Sett inn

Viðtal við Stefán Sturlu í Morgunblaðinu

Höfundur Flækjurofs tjáir sig um ritstörfin.

Sett inn

Stefán Sturla og Flækjurof á Sauðárkróki

Sunnudaginn 12. júlí verður gaman á Grand-Inn á Sauðárkróki.

Þá ætlar Stefán Sturla að kynna nýjustu bók sína um Lísu lögreglukonu og hennar fólk, Flækjurof.

Hann spjallar um rannsóknarvinnuna og aðferðina við skrifin, persónurnar, fyrirmyndir og flækjur. Og svo les hann náttúrlega upp valda kafla!

Bókin er á sérstöku tilboðsverði þetta kvöld og höfundur áritar eintök með glöðu geði.

Tilvalið að koma í rauðvínsstemningu með rithöfundi.

Húsið verður opnað kl. 16:45 og Stefán tekur til máls kl. 17:00. Að sjálfsögðu er tilboð á rauðvínsglasi (eða hvítu).

Sett inn

Segðu mér: Stefán Sturla í spjalli við Sillu á Rás 1

Stefán Sturla

Í morgun átti Sigurlaug Margrét Jónasdóttir skemmtilegt samtal við Stefán Sturlu, höfund spennusögunnar FLÆKJUROF:

Hlustið hér.

Sett inn

Bráðum kemur út ný spennusaga

Flækjurof er þriðji og síðasti hluti þríleiksins um lögreglukonuna Lísu og aðstoðarfólk hennar eftir Stefán Sturlu.

Fyrri bækur þríleiksins eru:

•   Fuglaskoðarinn (2017)

•   Fléttubönd (2018)

Neyðarkall berst úr dalnum endalausa. Björgunarsveitin er kölluð út, þyrlan er send af stað með Lísu og annað starfsfólk rannsóknarlögreglunnar. Hvað hefur gerst?

Lesendur fylgjast með óvæntum atburðum og margar spurningar vakna. Við sögu koma kunnuglegar persónur úr fyrri bókum þríleiksins: Lísa, Kári, Björn Bangsi, Sigrún og fleiri.

Fyrir utan leitina að skýringum á hinum óhugnanlegu atburðum sögunnar er ekki síður áhugaverður sá þráður sem snýst um Kára og líf hans í fortíð og nútíð.

Þið fáið meira að heyra þegar bókin kemur út.

Sett inn

Verk Guðmundar Steinssonar í Þjóðleikhúskjallaranum

Leiklestraveisla til heiðurs leikskáldinu Guðmundi Steinssyni verður í Þjóðleikhúskjallaranum á tímabilinu 26. október til 7. nóvember 2019.

Í tilefni af þessum ánægjulegu tíðindum fæst heildarsafn leikrita Guðmundar nú á lágu verði meðan birgðir endast. Smellið hér!

Verkið er tæplega 1400 blaðsíður í þremur bindum. Jón Viðar Jónsson ritar ítarlegan inngang.

DAGSKRÁ:

lau. 26. okt. kl. 16:00
Mælt fyrir minni skáldsins
– Umsjón: María Kristjánsdóttir og Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir

Viðfangsefni og þemu skáldsins kynnt með lestri víða úr lífsverkinu, m.a. úr Forsetaefninu sem var frumflutt í Þjóðleikhúsinu fyrir 55 árum, þann 21. október 1964.

sun. 27. okt. kl. 19:30 og þri. 29. okt kl. 19:30
Þjóðhátíð
leiklestur
– Leikstjóri: Sveinn Einarsson

fim. 31. okt kl. 19:30 og sun. 3. nóv kl. 16:00
Stundarfriður
leiklestur
– Leikstjóri: Benedikt Erlingsson

fim. 7. nóv. kl. 19:30 og sun. 10. nóv. kl. 16:00
Katthóll
leiklestur
– Leikstjóri: Stefán Baldursson

Leikritið Katthóll hefur aldrei verið flutt á sviði.

Sett inn

Það er bókamarkaður úti í Örfirisey

Nú stendur yfir bókamarkaður Forlagsins á Fiskislóð 39. Hann er opinn alla daga til og með 2. október.

Ormstunga býður nokkra titla á kostakjörum:

  • Sauðfjárávarpið eftir Hákon J. Behrens @ 890 kr.
  • Síðasti elskhuginn eftir Val Gunnarsson @ 890 kr.
  • Endimörk heimsins eftir Sigurjón Magnússon (tilnefnd til Ísl. bókmenntaverðlaunanna 2012)  @ 790 kr.
  • Fuglaskoðarinn eftir Stefán Sturlu @ 490 kr.
  • Með skör járntjaldsins eftir Jón Björnsson @ 890 kr.
  • Blómin frá Maó eftir Hlín Agnarsdóttur @ 890 kr.
  • Dröfn og Hörgult eftir Baldur Óskarsson @ 490 kr.
  • Ekki láir við stein eftir Baldur Óskarsson @ 490 kr.
  • Bókaránið mikla eftir Korsgaard & Surrugue @ 490 kr.
  • Ljóðleg eftir Berglindi Gunnarsdóttur @ 490 kr.