Sett inn

Verk Guðmundar Steinssonar í Þjóðleikhúskjallaranum

Leiklestraveisla til heiðurs leikskáldinu Guðmundi Steinssyni verður í Þjóðleikhúskjallaranum á tímabilinu 26. október til 7. nóvember 2019.

Í tilefni af þessum ánægjulegu tíðindum fæst heildarsafn leikrita Guðmundar nú á lágu verði meðan birgðir endast. Smellið hér!

Verkið er tæplega 1400 blaðsíður í þremur bindum. Jón Viðar Jónsson ritar ítarlegan inngang.

DAGSKRÁ:

lau. 26. okt. kl. 16:00
Mælt fyrir minni skáldsins
– Umsjón: María Kristjánsdóttir og Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir

Viðfangsefni og þemu skáldsins kynnt með lestri víða úr lífsverkinu, m.a. úr Forsetaefninu sem var frumflutt í Þjóðleikhúsinu fyrir 55 árum, þann 21. október 1964.

sun. 27. okt. kl. 19:30 og þri. 29. okt kl. 19:30
Þjóðhátíð
leiklestur
– Leikstjóri: Sveinn Einarsson

fim. 31. okt kl. 19:30 og sun. 3. nóv kl. 16:00
Stundarfriður
leiklestur
– Leikstjóri: Benedikt Erlingsson

fim. 7. nóv. kl. 19:30 og sun. 10. nóv. kl. 16:00
Katthóll
leiklestur
– Leikstjóri: Stefán Baldursson

Leikritið Katthóll hefur aldrei verið flutt á sviði.

Sett inn

Það er bókamarkaður úti í Örfirisey

Nú stendur yfir bókamarkaður Forlagsins á Fiskislóð 39. Hann er opinn alla daga til og með 2. október.

Ormstunga býður nokkra titla á kostakjörum:

 • Sauðfjárávarpið eftir Hákon J. Behrens @ 890 kr.
 • Síðasti elskhuginn eftir Val Gunnarsson @ 890 kr.
 • Endimörk heimsins eftir Sigurjón Magnússon (tilnefnd til Ísl. bókmenntaverðlaunanna 2012)  @ 790 kr.
 • Fuglaskoðarinn eftir Stefán Sturlu @ 490 kr.
 • Með skör járntjaldsins eftir Jón Björnsson @ 890 kr.
 • Blómin frá Maó eftir Hlín Agnarsdóttur @ 890 kr.
 • Dröfn og Hörgult eftir Baldur Óskarsson @ 490 kr.
 • Ekki láir við stein eftir Baldur Óskarsson @ 490 kr.
 • Bókaránið mikla eftir Korsgaard & Surrugue @ 490 kr.
 • Ljóðleg eftir Berglindi Gunnarsdóttur @ 490 kr.
Sett inn

„Af hverju viltu ekki vinna, Loftur?“

„Ég er þeirrar skoðunar að það að mæta í vinnuna sé skýrt merki um lélegt sjálfsmat og beri með sér að viðkomandi, sá sem í vinnuna mætir, hafi litla sem enga sjálfsvirðingu. Ég met líf mitt, þetta eina sem ég á, einfaldlega það mikils að ég er ekki til í að skipta á því og peningum. Það finnst mér vera merki um heilbrigt og gott sjálfsmat – sjálfsvirðingu. Alltaf þegar ég sé fólk mæta í vinnuna að morgni dags hugsa ég: Þarna er manneskja sem hatar sjálfa sig.“

Hákon J. Behrens: Sauðfjárávarpið, bls. 57

Sett inn

Bjuggust ekki við eftirköstum

Reykjavík, 23. febr. — OÓ.
ATÓMSPRENGJUÁRÁSIN, sem sett var á svið í Seli menntaskólanema í síðustu viku, hefur vakið mikla athygli. Eins og sagt var frá í Alþýðublaðinu í gær fór „skemmtunin“ þannig fram að spiluð var segulbandsspóla með tilbúnum fréttum á þann veg að atómsprengjuárás væri yfirvofandi á Keflavíkurflugvöll.

Svo vel tókst þessi flutningur, að margir nemendanna, sem ekki vissu að hér var um gabb að ræða, voru gripnir mikilli hræðslu og fengu grátköst og það jafnvel löngu eftir að sendingunni lauk og búið var að segja þeim að árásarfréttirnar væru tilbúningur einn.

Styrjöldin í Selinu (2019) bls. 118

Sett inn

Alþjóðlegur dagur bókarinnar

Í dag , 23. apríl, er alþjóðlegur dagur bókarinnar.

Halldór Laxness fæddist á þessum dagi 1902, Shakespeare líka, nokkrum öldum áður. Og Cervantes lést á þessum dagi árið 1616.

En í gær, 22. apríl, hefði Vladimir Nabokov haldið upp á afmælið sitt ef hann hefði lifað (fyrir misskilning héldu menn um tíma að hann hefði fæðst 23. apríl). Hann fæddist 1899 og dó 1977.

Enn eru fáein eintök eftir af frábærri þýðingu Illuga Jökulssonar á skáldsögu Nabokovs, Vörninni sem fæst nú á góðu verði.

Sett inn

Styrjöldin í Selinu á Hringbraut í kvöld kl. 21:00

04. mars 2019 – 10:57 – FRÉTTIR

Gleyptu þetta allir eins og sannleika

„Þetta var mjög trúverðugt þar sem það var fenginn raunverulegur þulur hjá Ríkisútvarpinu til að flytja þessar tilkynningar. Þegar hann gerði það þá hafði hann nú ekki hugmynd um út á hvað þetta leikrit gengi. Þetta var Ragnar Tómas Árnason, dóttir hans var með okkur í árgangi, við höfðum aðgang að honum. Það var hermt í þessum þætti eftir þekktum mönnum, stjórnmálamönnum, útvarpsstjóra og fleirum. Það var Karl Guðmundsson eftirherma sem gerði það svo snilldarlega að það gleyptu þetta bara allir eins og sannleika,“ segir Sigurður St. Arnalds verkfræðingur.

Sigurður og Heimir Sindrason tannlæknir eru gestir Björns Jóns Bragasonar í frétta- og umræðuþættinum 21 á Hringbraut í kvöld, þar sem þeir ræða bók sem þeir ásamt nokkrum skólafélögum úr sama útskriftarárgangi í MR hafa sett saman, Styrjöldin í Selinu – Upprifjun.

Bókin fjallar um hrekk sem hluti nemenda gerði árið 1965 um að yfirvofandi væri þriðja heimsstyrjöldin og að Keflavíkurflugvöllur yrði sprengdur í loft upp innan skamms. Þetta var aðeins rúmum tveimur árum eftir Kúbudeiluna þar sem heimurinn var á barmi kjarnorkustyrjaldar og því óttinn við styrjöld mikill.

Heimir segir Sigurð alfarið eiga heiðurinn að hrekknum en að sjálfur hafi hann verið fórnarlamb. „Þetta var rosaleg lífsreynsla fyrir okkur öll og mikið af mínum vinum sem ég var alltaf að spyrja: „Hvernig upplifðuð þið þetta?“ Það voru allir sem upplifðu þetta þannig að þetta hefði verið ein skelfilegasta upplifun á lífsleið sinni,“ segir Heimir.

Innblástur frá Orson Welles

Sigurður segir að þetta hafi einungis verið hugsað sem hrekkur og að litið hafi verið til frægrar uppsetningar Orson Welles á útvarpsleikritinu Innrásin frá Mars árið 1938 sem innblásturs. Sá flutningur reyndist svo sannfærandi að hann olli múgsefjun hlustenda, sem trúðu því margir hverjir að Marsbúar hefðu hafið innreið sína í New York. Með Innrásina frá Mars sem innblástur var ákveðið að tjalda öllu til þegar kom að hrekknum í Selinu, í formi afar trúverðugra útvarpstilkynninga.

Eldri bróðir lagði grunninn

Um aðdragandann að hrekknum segir Sigurður: „Einhvern hafði rekið minni til þess að níu árum á undan okkur hafði verið reyndur svona hrekkur í Selinu og fyrir því hefði staðið Ragnar Arnalds, bróðir minn eldri, hann var í MR níu árum á undan mér. Sá hrekkur hins vegar gekk ekki til enda og kennarinn stoppaði þetta af mjög snemma. Ég fór á stúfana og kannaði málið. Í þessu tilviki þá datt honum í hug að setja það á svið að Rússar teldu sig hafa fengið ógnun frá Bandaríkjunum um að Bandaríkin ætluðu að ráðast á Rússland og andsvar Rússa var að þeir ætluðu að láta eyða þremur herstöðvum þaðan sem þeir töldu að kjarnorkusprengjur yrðu sendar til Rússlands. Ísland fékk þá úrslitakosti að annað hvort myndum við Íslendingar sjá til þess að stöðin í Keflavík yrði eyðilögð eða Rússarnir myndu gera það sjálfir með því að varpa vetnissprengju á Keflavíkurflugvöll síðar sama dag.“

Nánar er rætt við þá Sigurð og Heimi í kvöld. Þátturinn hefst klukkan 21:00.

Sett inn

Líf og fjör á bókamarkaðnum í Laugardal

Nú stendur yfir bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda á Laugardalsvelli. Hann er opinn alla daga kl. 10-21 til og með 10. mars.

Ormstunga býður nokkra titla á kostakjörum:

 • Sauðfjárávarpið eftir Hákon J. Behrens @ 690 kr.
 • Síðasti elskhuginn eftir Val Gunnarsson @ 690 kr.
 • Maí 68 eftir Einar Má Jónsson @ 490 kr.
 • Fuglaskoðarinn eftir Stefán Sturlu @ 490 kr.
 • Vörnin eftir Vladimir Nabokov @ 490 kr.
 • Við skjótum þig á morgun Mister Magnússon eftir Hauk Má Haraldsson @ 790 kr.
 • Blómin frá Maó eftir Hlín Agnarsdóttur @ 490 kr.
 • Dröfn og Hörgult eftir Baldur Óskarsson @ 490 kr.
 • Pósthólf dauðans eftir Kristin R. Ólafsson @ 490 kr.
 • Bókaránið mikla eftir Korsgaard & Surrugue @ 490 kr.
 • Ranghugmyndin um guð eftir Richard Dawkins @ 690 kr.
 • Guðir og menn eftir Harald Bessason @ 490 kr.