Sett inn

Georgía í Frankfurt

Í dag hófst bókamessan í Frankfurt. Heiðursgesturinn að þessu sinni er Georgía.

Árið 2001 var 6. hefti tímaritsins Jón á Bægisá helgað Georgíu og þar sem tímaritið er nú að mestu aðgengilegt á netinu viljum við vekja athygli á fróðlegu og skemmtilegu efni heftisins ásamt áhugaverðum georgískum skáldskap sem á rætur að rekja meira en þúsund ár aftur í aldir.

Sett inn

Örsaga frá Tékklandi

 

Ég var í rútu í Tékklandi snemma morguns fyrir tveimur árum. Einhvers staðar á landamærum svefns og vöku streymdu allt í einu sögur og persónur inn í hausinn á mér. Þær stöldruðu stutt við og hurfu mér svo aftur.

Ég skildi ekki hvað var að gerast í fyrstu en svo vaknaði ég og fattaði að rútan hafði keyrt í gegnum ský af sögum. Þær komu til mín en fóru aftur um leið og þær urðu þess áskynja að ég er ekki Tékki – að ég gæti ekki sagt þær.

Ég er viss um að þær eru þarna enn á sveimi og bíða eftir tékknesku skáldi.

Hákon Jens Behrens

 

Sett inn

Hákon ræddi við Egil í Kiljunni um Sauðfjárávarpið

Hákon J. Behrens í Kiljunni 13. des. 2017

 

 

Sett inn

Fuglaskoðarinn kemur út í dag

Í dag kemur út ný spennusaga eftir Stefán Sturlu, Fuglaskoðarinn. Þetta er saga um dularfullan dauðdaga ungs manns suður með sjó sem er hugfanginn af fuglum. Við rannsókn málsins kemur í ljós að ekki er allt með felldu í fortíð piltsins.

Þetta er fyrsta bókin um líf og störf lögreglukonunnar Lísu og aðstoðarfólks hennar og aldrei að vita nema höfundurinn sendi frá sér framhald í fyllingu tímans.

Sett inn

Húsið

Hinn 10. mars 2017 var Húsið eftir Guðmund Steinsson sett á svið í fyrsta sinn. Þessi frumuppfærsla var á Stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Í ítarlegum inngangi að heildarútgáfu leikrita Guðmundar skrifar Jón Viðar Jónsson m.a. um Húsið og þýðingu þess í höfundarverki Guðmundar.


Silja Aðalsteinsdóttir skrifar hér um sýninguna.

Smellið hér til að fræðast um heildarútgáfu á leikritum Guðmundar.

Sett inn

Nú er allt að gerast

Nú eru allmargir titlar komnir á sinn stað þar sem hægt er að lesa sér til.


Smellið hér!

Sett inn

Nýtt vefsvæði

Við erum að dunda við að setja upp nýtt vefsvæði fyrir Ormstungu.

Smíðinni er ekki alveg lokið en það er nú þegar þess virði að skoða sig um á svæðinu.

Hér geta bókabéusar fundið eitt og annað sér til ánægju og yndisauka

á góðu verði og bókunum mun fjölga hægt og bítandi.


Og Jón á Bægisá er risinn upp!