Skráð

Fuglaskoðarinn kemur út í dag

Í dag kemur út ný spennusaga eftir Stefán Sturlu, Fuglaskoðarinn. Þetta er saga um dularfullan dauðdaga ungs manns suður með sjó sem er hugfanginn af fuglum. Við rannsókn málsins kemur í ljós að ekki er allt með felldu í fortíð piltsins.

Þetta er fyrsta bókin um líf og störf lögreglukonunnar Lísu og aðstoðarfólks hennar og aldrei að vita nema höfundurinn sendi frá sér framhald í fyllingu tímans.

Skráð

Húsið

Hinn 10. mars 2017 var Húsið eftir Guðmund Steinsson sett á svið í fyrsta sinn. Þessi frumuppfærsla var á Stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Í ítarlegum inngangi að heildarútgáfu leikrita Guðmundar skrifar Jón Viðar Jónsson m.a. um Húsið og þýðingu þess í höfundarverki Guðmundar.


Silja Aðalsteinsdóttir skrifar hér um sýninguna.

Smellið hér til að fræðast um heildarútgáfu á leikritum Guðmundar.

Skráð

Nýtt vefsvæði

Við erum að dunda við að setja upp nýtt vefsvæði fyrir Ormstungu.

Smíðinni er ekki alveg lokið en það er nú þegar þess virði að skoða sig um á svæðinu.

Hér geta bókabéusar fundið eitt og annað sér til ánægju og yndisauka

á góðu verði og bókunum mun fjölga hægt og bítandi.


Og Jón á Bægisá er risinn upp!