Skráð

Georgía í Frankfurt

Í dag hófst bókamessan í Frankfurt. Heiðursgesturinn að þessu sinni er Georgía.

Árið 2001 var 6. hefti tímaritsins Jón á Bægisá helgað Georgíu og þar sem tímaritið er nú að mestu aðgengilegt á netinu viljum við vekja athygli á fróðlegu og skemmtilegu efni heftisins ásamt áhugaverðum georgískum skáldskap sem á rætur að rekja meira en þúsund ár aftur í aldir.