Skráð

Hilduleikur er hafinn!

Ný skáldsaga eftir Hlín AgnarsdótturHILDULEIKUR – er komin í flestar bókabúðir.

Algjört skilyrði að viðkomandi hafi áhuga á skáldskap og ljóðum stóð í auglýsingu sem Hilda setti inn á Facebook ári eftir að Ragnar féll frá. Þessi tilmæli fældu frá leiðinlegt fólk sem kunni bara á ryksugu og afþurrkunarklút og ekki var hægt að tala við um neitt annað en vöruverð og veðurfar.“ (bls. 10)

Hilda er ljóðelsk kona og býr ein í stórri íbúð á tólftu hæð og hefur í hyggju að búa þar áfram en öldrunariðnaðurinn í líki fyrirtækisins Futura Eterna, sem sér um skipulagningu ævikvöldsins, setur strik í reikninginn og atburðarásin tekur óvænta stefnu.

Framtíðarsýnin sem birtist í Hilduleik er napurleg, jafnvel óhugnanleg. Sumir segja að þessi skáldsaga flokkist undir dystópíur. En þrátt fyrir það er léttleiki í frásögninni og húmorinn skýtur stöðugt upp kollinum.