Baldur Óskarsson

baldur_oskarsson

 

Baldur Óskarsson fæddist í Hafnarfirði árið 1932. Að loknu miðskólaprófi á Skógum stundaði hann nám einn vetur við lýðháskóla í Svíþjóð. Því næst hélt hann til Katalóníu þar sem hann lærði listasögu og spænskar bókmenntir einn vetur við Universidad de Barcelona. Hann var blaðamaður á Tímanum 1957-1964 og starfaði síðar sem fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu. Hann var skólastjóri Myndlistarskóla Reykjavíkur 1965-1973. Baldur sat um tíma í stjórn Rithöfundafélags Íslands.

Ritferill hans spannar nú hálfa öld. Fyrsta verk hans var smásagnasafnið Hitabylgja sem kom út árið 1960. Þremur árum síðar kom út eftir hann skáldsagan Dagblað. Árið 1966 sendi hann frá sér sína fyrstu ljóðabók (Svefneyjar) og upp frá því hefur hann einkum einbeitt sér að ljóðagerð. Nú hafa komið út sextán ljóðabækur eftir hann, nú síðast Dröfn og Hörgult (2014). 

Baldur fékkst einnig nokkuð við ljóðaþýðingar þar sem hann hefur einkum gert skáldinu Federico Garcia Lorca góð skil. Þá hefur Baldur skrifað talsvert um myndlist í bækur og tímarit, t.d. um myndlistarmanninn Jón Engilberts.

Baldur Óskarsson hlaut verðlaun úr rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins árið 2011.

Baldur lést 14. apríl 2013.

Hér má lesa  minningarorð séra Sigurðar Árna Þórðarsonar, flutta við útförina í Neskirkju þriðjudaginn 23. apríl 2013.

Sjá einnig Bókmenntavef Reykjavíkurborgar.

Ritaskrá.