Berglind Gunnarsdóttir

Berglind_Gunnarsdottir

Berglind Gunnarsdóttir, fædd 1953, lagði stund á spænsku og málvísindi í Reykjavík og Madrid. Hún hefur birt frumort ljóð og ljóðaþýðingar, einkum úr spænsku, bæði í eigin bókum og ýmsum tímaritum og safnverkum. Þá hefur Berglind unnið við þáttagerð fyrir útvarp og skrifað greinar um bókmenntir.

Hún hefur gefið út átta ljóðabækur, tvær frumsamdar skáldsögur og eina þýdda og ritað ævisögu Sveinbjörns Beinteinssonar allsherjargoða.

Árið 2006 sýndi hún ljóð á sýningu þriggja listforma í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar ásamt tré- og koparverkum Sigurjóns Ólafssonar og textílum Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur.

Útgefin verk (frumsamin og þýdd):

  • 1983 Ljóð fyrir lífi.
  • 1986 Ljóðsótt.
  • 1988 Ást og skuggar. Þýðing skáldsögu eftir Isabel Allende.
  • 1990 Ljósbrot í skuggann (ljóð og ljóðaþýðingar).
  • 1992 Allsherjargoðinn. Ævisaga Sveinbjörns Beinteinssonar.
  • 1992 Flugfiskur (skáldsaga).
  • 1995 Bragð af eilífð (ljóðaþýðingar).
  • 1999 Ljóðvissa.
  • 2006 Út á skýjateppið (ljóð og texti í bókverki/sýningarskrá).
  • 2007 Tímavillt (skáldsaga).
  • 2008 Ljóðleg (frumort og þýdd ljóð).
  • 2013 Ekki einhöm (frumort og þýdd ljóð).
  • 2014 Arabísk menning á miðöldum og áhrif hennar á Vesturlönd.
  • 2022 Í mynd Gyðjunnar – Saga hennar í skáldskap, náttúru og trú.