Einar Már Jónsson

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Einar Már er fæddur 1942. Hann er sagnfræðingur og varði doktorsritgerð sína „Speculum: recherches sur le symbolisme du miroir et la naissance d´un genre littéraire“ við Université de Paris í nóvember 1985.

Einar Már hefur einkum lagt stund á miðaldafræði og íslenskukennslu við Sorbonne. Hann hefur skrifað fjölda greina um allt milli himins og jarðar í hvers kyns blöð og tímarit, útlensk sem íslensk.

Hann býr í París ásamt franskri eiginkonu sinni en kemur venjulega til Íslands á hverju sumri til að flandra með franska ferðamenn út og suður og heilsa upp á vini og vandamenn.

Bók hans, Bréf til Maríu, kom út í apríl 2007 og vakti strax verðskuldaða athygli.

Árið 2008 sendi Einar frá sér bókina  Maí 68  þar sem hann rifjar upp stúdentaóeirðirnar í París sumarið 1968 sem hann varð vitni að.

Nýjasta bók hans er Örlagaborgin (2012), brotabrot úr afrekasögu frjálshyggjunnar (fyrri hluti) og von er á framhaldi innan tíðar.