Einar Örn Gunnarsson

einar_orn_gunnarsson

Eftir Einar Örn Gunnarsson (f. 1961) hafa komið út smásögur og skáldsögurnar Næðingur (1990), Benjamín(1992), Draugasinfónían (1996) og Tár paradísarfuglsins (1998) sem kom út á litháísku vorið 2003 í þýðingu Jurgita Marija Abraityté. Nýjasta skáldsaga hana er Reykjavíkursagan Ég var nóttin (2022).

Einar Örn birti efni í bókmenntatímaritinu Andblæ og var ritstjóri þess 1996. 

Leikrit hans, Krákuhöllin, sem sýnt var í Nemendaleikhúsi Leiklistarskóla Íslands vorið 1999, hlaut frábærar viðtökur leikhúsgesta og gagnrýnenda.

Einar Örn er lögfræðingur með meistarapróf í viðskiptastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík og MAAB (MA in Art Business) frá Sotheby’s Institute of Art í London.