Einar Örn Gunnarsson

einar_orn_gunnarsson

Einar Örn Gunnarsson er fæddur í Reykjavík 1961. Eftir stúdentspróf í Menntaskólanum í Hamrahlíð las hann lög við Háskóla Íslands um nokkurra ára skeið en sneri sér síðan að skrifum.

Eftir Einar Örn hafa komið út smásögur og skáldsögurnar Næðingur (1990), Benjamín(1992), Draugasinfónían (1996) og Tár paradísarfuglsins (1998). Síðastnefnda skáldsagan kom út á litháísku vorið 2003 í þýðingu Jurgita Marija Abraityté.

Hann hefur birt efni í bókmenntatímaritinu Andblæ og var ritstjóri þess 1996. 

Leikrit hans, Krákuhöllin, sem sýnt var í Nemendaleikhúsi Leiklistarskóla Íslands vorið 1999, hlaut frábærar viðtökur leikhúsgesta og gagnrýnenda.