Eiríkur Guðmundsson

Eiríkur Guðmundsson
Eiríkur Guðmundsson fæddist 28. september 1969 í Bolungarvík. Hann útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sund árið 1988, lauk BA-prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og MA-prófi í íslenskum bókmenntum frá sama skóla 1995. Eiríkur starfaði lengst af við dagskrárgerð á sviði menningar hjá Rás 1 Ríkisútvarpsins og hafði lengst af umsjón með Víðsjá og Lestinni þar sem hann fjallaði um menningarmál af ýmsum toga.
 

Af ritum Eiríks má nefna:

2004   39 þrep á leið til glötunar (skáldsaga)
2006   Undir himninum (skáldsaga)
2010   Sýrópsmáninn (skáldsaga)
2013   1983 (skáldsaga tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna)
2015   Blindur hestur (ljóð)
2018   Ritgerð mín um sársaukann (skáldsaga)

Árið 2008 kom út bók Eiríks um skáldskap Steinars Sigurjónssonar, Nóttin samin í svefni og vöku, en Eiríkur ritstýrði endurútgáfu heildarverka Steinars þetta sama ár. Þá skrifaði Eiríkur fjölda ritdóma og tímaritsgreina  um bókmenntir, menningu og samfélag.

Eiríkur Guðmundsson lést 8. ágúst 2022.