Eric Weiner

eric_weiner

Eric Weiner starfaði sem erlendur fréttaritari fyrir NPR í áratug. Hann hefur starfað í Nýju-Delhi, Jerúsalem og Tókýó og flutt fréttir frá rúmlega þrjátíu löndum. Hann hefur einnig starfað sem innlendur fréttaritari NPR í New York, Miami og nú síðast í Washington D.C.

Weiner hefur skrifað fyrir The New York Times og hann hlaut Knight-námsstyrk í blaðamennsku í Stanford-háskóla. Auk þess hafa skrif hans meðal annars verið birt í Los Angeles Times, Slate og The New Republic. Eftir að hafa ferðast um heiminn hefur hann loksins sest að, bærilega hamingjusamur, í Washington, þar sem hann ver tíma sínum annaðhvort í stofunni eða eldhúsinu.

Fyrsta bók hans, Geography of Bliss (2008), sló í gegn og fór beina leið á metsölulistann í New York Times. Bókin kom út hjá Ormstungu í október 2011 undir heitinu Hamingjulönd í þýðingu Jóhanns Axels Andersen.

Í desemberbyrjun 2011 kom út í Bandaríkjunum önnur bók eftir Weiner: Man Seeks God: My Flirtations with the Divine.