Frederik Stjernfelt

Frederik Stjernfelt (f. 1957 ) er danskur háskólakennari og rithöfundur og leggur stund á vísindafræði (science studies), hugmyndasögu og táknfræði við Kaupmannahafnardeild Álaborgarháskóla. Stjernfelt hefur verið gagnrýnandi og greinaskrifari á Weekendavisen síðan 1994. Hann var ritstjóri menningartímaritsins Gyldendal Kritik frá 1993 til 2012.

Hann er ötull fræðimaður á sínum sviðum og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín, m.a. Frit Flet-verðlaunin fyrir bókina Grov konfækt. Tre vilde år med trykkefrihed — 1770–1773, veitt af Politiken-sjóðnum árið 2021 (meðhöfundar: Ulrik Langen og Henrik Horstbøll).

Syv myter om Martin Luther (2017) kom út í þýðingu Ásmundar Stefánssonar 2021 undir heitinu Sjö goðsagnir um Lúther.