Gudrun Marie Hanneck-Kloes, fædd 1949 í Þýskalandi, fluttist til Íslands 1982 og hefur búið norður í Húnavatnssýslu síðan. Hún byrjaði að skrifa þegar hún lagði stund á leikhús- og kvikmyndafræði í Köln.
Gudrun hefur þýtt skáldsögur á þýsku, þar á meðal eftir Einar Má Guðmundsson og Vilborgu Davíðsdóttur, einnig leikrit og bæklinga af ýmsu tagi auk þess að hafa textað bíómyndir. Hún hefur skrifað bækur, bókarkafla og greinar í blöð og tímarit. Nefna má Erotisches Island og matreiðslubókina Islandkochbuch í félagi við Maike Haneck.
Auk skriftanna heldurGudrun úti bloggsíðunni Túrí