Halldóra Thoroddsen

halldora_thoroddsen

Halldóra Kristín Thoroddsen fæddist 1950 í Reykjavík. Mörgum árum síðar stúderaði hún sálfræði við Kaupmannahafnarháskóla og útskrifaðist svo frá Kennaraháskóla Íslands.

Þá lagði hún stund á myndlist í Englandi og lauk prófi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands skömmu seinna.

Hún hefur haldið tvær einkasýningar og tekið þátt í samsýningum og stundað margs konar ritstörf og fjallað um menningarmál í útvarpi og sjónvarpi.

Halldóra hefur áður sent frá sér þrjár ljóðabækur, Stofuljóð (1990), Hárfínar athugasemdir (1998) og Gangandi vegfaranda (2005). Árið 2002 kom út örsagnasafnið 90 sýni úr minni mínu (endurútgefin 2016) og fimm árum síðar önnur bók af sama tagi,  Aukaverkanir (2007).

Í apríl 2017 hlaut Halldóra Evrópsku bókmenntaverðlaunin (European Union Prize for Literature) fyrir bók sína Tvöfalt gler (2015 og 2016).

Halldóra lést 18. júlí 2020.