Haukur Már Haraldsson

Haukur_Mar_Haraldsson

Haukur Már Haraldsson (f. 1943) er menntaður setjari en hefur fengist við blaðamennsku, ritstjórn, útlitshönnun og kennslu. Síðast í Iðnskólanum í Reykjavík (sem nú heitir Tækniskólinn) undanfarna tæpa þrjá áratugi þar sem hann kenndi meðal annars fjölmiðlafræði og grafíska miðlun í Upplýsingatækniskólanum. Situr nú á friðarstóli eftirlaunamannsins.

Haukur Már hefur m.a. sent frá sér eftirfarandi rit:

Vinnuvernd. (1980)
Hugvit þarf við hagleikssmíðar. Safn til iðnsögu Íslendinga. 6. bindi. (1992)
Frá Hólum til Reykjavíkur – fyrstu 300 árin í prentsögu Íslendinga. (1992)
Þróunarsaga leturs. (1992)
Upphaf miðlunar – samantekt úr sögu letrunar auk viðauka um þróun setningar. (2004)

Nýjasta bók hans er ævisaga Mikaels Magnússonar, Við skjótum þig á morgun, Mister Magnússon. (2013)